BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Stjarnan-Breiðablik á sunnudag kl.16.00 í Garðabænum

21.09.2013

Minnum ykkur á leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Garðabænum á sunnudaginn kl.16.00. Eftir góðan sigur strákanna okkar á KR í gær þá er Evrópudraumur okkar enn á lífi.

En þá verðum við að leggja Garðbæinga að velli og vona að þeir misstígi sig í síðasta leiknum gegn FH. Tölfræðin í undanförnum leikjum er okkur í hag. Við höfum spilað við Stjörnuna 9 sinnum frá því að þeir komust upp í efstu deild að nýju árið 2009.  Við höfum sigrað sex sinnum, tvisvar hefur orðið jafntefli og Stjarnan sigrað aðeins einu sinni . Markatalan er okkur mjög hagstæð 20 mörk skoruð og 10 fengin á okkur.

En munum að þessi tölfræði segir ekki neitt þegar út á völlinn er komið á sunnudaginn. Okkar drengir þurfa að ná upp sama fítonskrafti og í leiknum við KR og þá eru okkur allir vegir færir.

Við minnum síðan á getraunakaffið sem hefst í tengibyggingu Smárans/Fífunnar í fyrramálið laugardag kl. 10.00-12.00. Allir velkomnir! Við hvetjum alla Blika til að mæta, fá sér kaffisopa og næla sér í getraunaseðil.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Blikaklúbburinn

P.S. l Stefnt er að því að hafa hinum margfrægu Uppskeruhátíð í Smáranum laugardagskvöldið 28. September. Nánar um það eftir helgi.

Til baka