BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Stefán Ingi og Ólafur aftur heim

12.08.2020 image

Blikar hafa kallað framherjann Stefán Inga Sigurðarson og varnarmanninn Ólaf Guðmundsson til baka úr láni.

Stefán Ingi lék með Grindvíkingum í Lengjudeildinni og skoraði 3 mörk í sex leikjum. Ólafur lék með Keflvíkingum og lék þrjá leiki í Lengjudeildinni. Þess má geta að Stefán Ingi ætlaði til Bandaríkjanna um miðjan ágústmánuð en vegna veirufaraldursins mun leikmaðurinn klára keppnistímabilið hér heima.

Greinilegt er að Óskar Hrafn vill hafa vaðið fyrir neðan sig varðandi leikmannahópinn. Mjög stíft leikjaprógramm er framundan og veitir ekki af því að hafa öflugan og stóran hóp til að velja úr.

Velkomnir aftur heim strákar og það verður gaman að sjá ykkur aftur í græna búningnum!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

-AP

Til baka