BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Stefán Ingi framlengir

25.02.2023 image

Framherjinn ungi og efnilegi Stefán Ingi Sigurðarson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks út keppnistímabilið 2024.

Stefán Ingi er uppalinn Bliki en hefur undanfarin ár dvalið í Bandaríkjunum við nám í Boston College auk þess að spila knattspyrnu fyrir hönd skólans.

Samhliða því hefur hann, yfir sumartímann, verið lánaður í ýmis íslensk félög eins og Augnablik, Grindavík, ÍBV og síðast í HK. Þar hefur hann verið iðinn við kolann í markaskorun og má þar nefna að hann skoraði hvorki fleiri né færri en 16 mörk í 15 leikjum í efri byggðum Kópavogs síðasta sumar.

Nú hefur Stefán Ingi lokið námi sínu og hefur æft vel með Blikaliðinu frá því skömmu fyrir jól og hefur hann staðið sig með eindæmum vel.

Það verður gaman að fylgjast með Stefáni í sumar!

image

Til baka