BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Stefán Gíslason leggur skóna á hilluna

13.02.2015

Stefán Gíslason leikmaður Breiðabliks í knattspyrnu hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Stefán kom til liðsins fyrir síðustu leiktíð eftir farsælan atvinnumannaferil og lék 15 leiki í deild og bikar fyrir Breiðablik. Þrálát meiðsli hafa því miður sett strik í reikninginn sem hefur orðið til þess að hann tekur þess ákvörðun núna.

Auk þessa að leika með Breiðabliki hefur Stefán einnig verið í þjálfarateymi 2.flokks karla sem hann mun sinna áfram auk þess að taka að sér aukinn þjálfunarverkefni innan félagsins.

Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Stefáni fyrir hans framlag á knattspyrnuvellinum en bindur miklar vonir við hann í þjálfarateymi félagsins um ókomna tíð.

Knattpyrnudeild Breiðablik og Stefán Gíslason.

Til baka