BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Miðjumaðurinn Juan Camilo Pérez til Blika

19.11.2021 image

Miðjumaðurinn öflugi Juan Camilo Pérez hefur gert tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Juan Camilo, sem er 22 ára gamall, er örvfættur leikmaður sem getur leikið margar stöður á vellinum. Hann býr yfir miklum hraða og er afar leikinn með boltann.

Juan Camilo kemur frá Carabobo FC í Venezuela en hann hefur einnig leikið með Atlético Venezuela og Deportivo La Guaira. Blikar hafa fylgst með þessum leikmanni í töluverðan tíma og mun hann koma til landsins strax eftir áramótin.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika er spenntur að fá Pérez í hópinn. ,,Við erum mjög ánægðir með að hafa fengið Juan Camilo í okkar raðir. Við höfum fylgst með honum töluverðan tíma og teljum að hann muni styrkja Breiðabliksliðið mikið bæði sóknar- og varnarlega. Hann hefur alla þá eiginleika sem við leitum að í leikmönnum, er ungur, orkumikill, fljótur og ákveðinn og við hlökkum til að fá hann til okkar í byrjun janúar" sagði Óskar Hrafn.

Við bjóðum Juan Camilo hjartanlega velkominn í Kópavoginn.

image

Juan Camilo gerir tveggja ára samning við Breiðablik

Til baka