BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sofandaháttur í byrjun leiks varð Blikum að falli

17.03.2012

Leikur KR og Breiðabliks í Lengjubikarnum hóst klukkan þrú í Egilshöllinni. Klukkan var orðin korter yfir þrjú þegar Blikar vöknuðu til lífsins og byrjuðu að spila fótbolta - ekki seinna vænna því KRingar voru komnir þá komnir með tveggja marka forustu. En þá settu Blikar í gírinn og voru sterkari það sem eftir lifði fyrrir hálfleiks. Árni Vilhjálmsson skorði mark eftir góðan undirbúing frá Tómasi Óla. Arnar Már Björgvinsson skoraði svo jöfnunarmark eftir góða stoðsendingu frá Elfari Árna Aðalsteinssyni. Jöfn staða í hálfleik 2-2.

Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleikinn. KRingar skorðuðu sigurmarkið á 50. Mín. Lokatölur: 3-2 fyrir KR

Fjölmargir leikmenn Breiðabliks eru utan hóps í dag og sumir hafa verið frá undanfarnar vikur: Þórður Steinar Hreiðarsson, Guðmundur Kristjánsson, Haukur Baldvinsson, Rafn Andri Haraldsson, Viktor Unnar Illugason og Guðmundur Pétursson.

Nánari umfjöllun HÉR

Áfram Breiðablik!

Til baka