BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Skúli Sigurz með nýjan þriggja ára samning

04.12.2017

Miðherjinn stóri og stæðilegi Skúli E. Kristjánsson Sigurz hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Skúli sem er 19 ára gamall var í láni hjá Leikni R. síðasta sumar og stóð sig vel. Hann lék 15 leiki í 1. deildinni með Breiðholtsliðinu og skoraði eitt mark.

Skúli varð Íslandsmeistari með 2. flokki Blika árin 2015 og 2016 og var lykilmaður í þeim liðum.

Hann á að baki þrjá leiki með meistaraflokki Breiðabliks en þeir eiga eftir að verða fleiri ef að líkum lætur.

Til baka