BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sindri Þór með 3 ára samning

08.12.2016

Varnarmaðurinn öflugi Sindri Þór Ingimarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Hann er einn af sigursælum hópi 1998 árgangsins sem hefur meðal annars landað Íslandsmeistaratitli undanfarin tvö ár.

Sindri, sem er hægri fótar hafsent, hefur sýnt miklar framfarir undanfarin misseri og er vel að þessum samningin kominn. Hann er afskaplega klókur leikmaður. Sterkur í návígum og sá leikmaður sem stýrir mest inn á vellinum.

Sindri Þór hefur ekki langt að sækja hæfileikana því hann og Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður i Burnley á Englandi, eru systkinasynir.

Blikar óska Sindra Þór til hamingju með samninginn og hlakka til að að fylgjast með honum í framtíðinni.

Til baka