BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sama þjálfarateymi áfram

15.05.2017

Sigurður Víðisson ásamt Úlfari Hinrikssyni og Páli Einarssyni munu stýra Blikaliðinu eitthvað áfram. Verið er að vinna í þjálfaramálunum en ljóst er að fyrrgreindir þjálfarar munu stýra liðinu að minnsta kosti í þeim tveimur leikjum sem framundan eru. Það er bikarleikur gegn Fylki í Árbænum á miðvikudaginn og leikur gegn Víkingum R í Fossvoginum á sunnudaginn.

Blikaliðið barðist vel gegn sterku liði Stjörnunnar í gær og var það dómur flestra að þetta hefði verið verið besti leikur liðsins í deildinni til þessa. En lukkan féll ekki okkar megin að þessu sinni. En ef liðið heldur áfram á sömu braut er ljóst að það styttist í fyrsta sigurinn.

Áfram Breiðablik !

Til baka