BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Renee með Blikum í sumar

07.01.2013

Breiðablik er búið semja hollenska miðvörðinn Renee Troost um að spila með liðinu í sumar. Troost, sem er 24 ára, var á mála hjá AGOVV Apeldoorn, sem leikur í næstefstu deild í Hollandi, áður en hann kom til okkar í fyrra. Hann hefur einnig leikið með FC Omniworld í sömu deild en hann ólst upp hjá því félagi.

Renee spilaði vel í vörninni hjá Blikaliðinu og var vaxandi allt tímabilið. Þess má geta að aðeins FH og ÍBV fengu færri mörk á síg í deildinni í fyrra.

Renee kemur munn fyrr til landsins i ár og mun því hafa meiri tíma til að aðlagast liðinu en í fyrra.

Blikar.is fagna þessum samningi og hlakka til að sjá þennan stæðilega Niðurlending aftur í græna búningnum.

Nánar um Renee

Áfram Breiðablik!

Til baka