BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX 2021: ÍA – Breiðablik

22.05.2021 image

Það er stutt á milli leikja í “hraðmótinu”. Sjötta umferð Pepsi MAX karla 2021 fer fram á mánudags-og þriðjudagskvöld. Okkar menn heimsækja Skagamenn á mánudagskvöld. Leikið verður á Norðurálsvelli og hefst leikurinn kl.19:15! Leikurinn verður sýndur í vefsjónvarpi Stöðvar 2.

Svona lítur stöðutaflan út eftir 5 umferðir:

image

Sagan

ÍA er það lið sem Breiðablik hefur mætt næst oftast í keppni frá upphafi. Mótsleikirnir eru orðnir 118 frá fyrsta leik liðanna í maí 1965. Skagamenn hafa sigrað 64 mótsleiki, Blikar hafa sigrað í 32 leikir g 22 leikir hafa endað með jafntefli. Meira>

Tölfræði

Á síðustu öld vinna Skagamenn nánast alla mótsleiki liðanna. Meira> En frá síðustu aldamótum hefur vinningshlutfaliðð heldur betur snúist Blikum í vil.

Efsta deild

Leikir í efstu deild frá upphafi (fyrst 1971) eru 58. Skagamenn leiða með 33 sigra gegn 16 sigrum Blika. Jafnteflin eru 9. Meira>

Efsta deild frá 2006

Síðan Blikar tryggja sér aftur sæti efstu deild 2006 er vinningshlutfalið Blikum í vil: 9 sigrar, 6 töp og 5 jafntefli í tuttugu viðureignum 2006-2020.  Skagamenn léku 1. deild 2009 og 2011, og aftur árin 2014 og 2018. Því eru efstu deildar leikir liðanna 20 á þessu 15 ára tímabili 2006-2020.

Síðustu 5 í A-deild á Skaganum

Blikum hefur gengið ágætlega gegn Skagamönnum í efstu deild á Akranesi - 3 sigrar og 1 jafntefli í síðustu 5 heimsóknum. 

Leikmenn

Aðeins einn núverandi leikmenn Blika hefur spilað með báðum liðum. Markahrókurinn Viktor Örn Margeirsson lék með ÍA árið 2017 sem lánsmaður frá Blikum. Hjá Skagamönnum á Sindri Snær Magnússon 26 mótsleiki með Breiðabliki árin 2012 og 2013.

Leikmannahópur Blika 2021:

image

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki sjöttu umferðar er Skagamaður (reyndar úr Hvalfirðinum) sem flutti í Kópavoginn og býr þar en líka í Húnavatnshreppi þar sem hann er sveitarstjóri. Hann á 2 börn sem æfa á fullu með Breiðabliki. SpáBlikinn er mikill félagsmálamaður. Hann sat m.a. í Íþrótta- og tómstundaráði Kópavogsbæjar 2002-2006 og var formaður skipulagsnefndar Kópavogs­bæjar 2006-2009. Þá hefur hann m.a. setið í stjórn UMFÍ, Glímusambandsins og Frjálsíþróttasambands Íslands. Hann var formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks 2006-2013. 

Einar Kristján Jónsson: Hvernig fer leikurinn?

Ja það er erfitt að spá fyrir um leik Blikabliks og ÍA. Þar sem ég er uppalinn skagamaður að upplagi. Flestir æskufélagar mínir hafa spilað með ÍA og núna synir þeirra. Svo gerðist það að ég varð formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks í ein 7 ár, á einum sigursælasta tímabili hennar.

Ekki hefur Breiðablik staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins í upphafi móts, sama má segja um skagamenn. Breiðabliki hefur gengið vel á Akranesi síðustu ár. Ég held reyndar að skagamenn hafi sigur í þessum leik eða að hann endi í jafntefli. Við skulum sjá til með von í brjósti að Breiðablik vinni og hægt sé að gleðjast yfir því.

image

F.v.: Einar Kristján Jónsson með Íslandsbikarinn ásamt Þorsteini Hilmarssyni og Savari Jósefssyni.

Dagskrá

Einungis 450 áhorfendur fá að mæta á leikinn og verða í merktum sætum í stúkunni.  Allir aðgöngumiðar á leikinn verða seldir í gegnum miðasöluappið Stubb vegna sóttvarnarreglna.

Miðaverð á heimaleiki ÍA í Pepsi MAX deild karla 2021: 2000 kr. fyrir 17 ára og eldri. Frítt fyrir 16 ára (f. 2005) og yngri. 

Sérstök athygli er vakin á því að samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra telja 6 ára og eldri þegar kemur að samkomutakmörkunum. Af þeim sökum munu börn á þeim aldri ekki geta fylgt foreldrum sínum á leikinn nema með aðgöngumiða. Börn fædd árið 2015 og síðar teljast ekki með.

image

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Myndbandið frá síðustu viðureign liðanna á Akranesi er frá árinu 2019 en seinni leikur liðanna í fyrra féll niður útaf svolitlu. 

Til baka