BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX 2020: KA – Breiðablik

02.07.2020 image

Pepsi MAX deild karla 2020. KA - Breiðablik á Akureyri sunnudag kl.16:00

Strákarnir okkar fá mjög verðugt verkefni þegar við mætum sprækum KA-mönnum á þeirra heimavelli – Greifavellinum – á Akureyri klukkan 16:00 á sunnudaginn.

Blikar eru taplausir með 9 stig eftir 3 umferðir. KA-menn eiga inn frestaðan leik gegn Stjörnunni. Norðanliðið hefur tapaði einum leik og gert eitt jafntefli.

image

Tölfræði

Tölfræðin fellur með okkur Blikum þegar úrslit allra mótsleiki liðanna er skoðuð. Mótsleikirnir eru samtals 40 frá fyrsta leik árið 1978. Blikar hafa yfirhöndina með 26 sigra gegn 10 sigrum KA manna og jafnteflin eru 4. Meira>

Efsta deild

Innbyrðis viðureignir liðanna í efstu deild eru 18 leikir. Blikar hafa yfirhöndina með 13 sigra gegn 3 sigrum KA. Mikið skorað í þessum 16 leikjum eða 51 mark.

Tölfræði undanfarinna ára bendir til þess að Blikaliðinu líði ágætlega á Akureyri. Í 9 efstu deildar leikjum liðanna hafa blikar unnið 6 viðureignir, gert 1 jafntefli en tapað tvisvar.

Innbyrðis leikir liðanna á Akureyri dreifast á 40 ára tímabil. Úrslit leikja á Akureyri síðustu þrjú ár:

Leikmannahópur Blika

Blikar voru nokkuð stórtækir á lokadegi félagaskiptagluggans í vikunni. Hvorki fleiri né færri en fjórir leikmenn meistaraflokks karla voru lánaðir til annarra liða. Stærstu tíðindin voru þau að miðjumaðurinn snjalli Guðjón Pétur Lýðsson var lánaður til Stjörnunnar. Arnar Sveinn Geirsson fór til Fylkismanna. Og tveir ungir og efnilegir leikmenn, Ólafur Guðmundsson og Stefán Ingi Sigurðarson, fóru suður með sjó til að fá leikreynslu í Lengju deildinni; Óalfur til Keflavíkur og Stefán Ingi til Grindavíkur.

Leikmannahópur Breiðabliks 2020:

image

Leikurinn

Við hvetjum að sjálfsögðu alla Blika nær og fjær til að mæta og styðja strákana til sigurs þrátt fyrir að vegalengdin frá Stór-Kópavogssvæðinu sé allnokkur.

Gera má ráð fyrir að hópur Blika sem nú taka þátt í N1 móti KA og Pollamóti Þórs tímasetji brottför suður yfir heiðar með það í huga ná leiknum til að styðja sína menn.

Sunnudagsspáin fyrir Akureyri er mjög góð.

Leikurinn hefst kl.16:00!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

BlikarTV klippur frá síðustu heimsókn okkar manna til Akureyrar. 

Til baka