BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX 2020: HK – Breiðablik

23.07.2020 image

Pepsi MAX deild karla 2020. HK – Breiðablik í Kórnum fimmtudagskvöld kl.20:15!

Kópavogsslagur í Kórnum fimmtudaginn. ,,Derby“ slagur af bestu gerð þegar HK og Breiðablik mætast í 8. umferð Pepsi MAX deildar karla í Kórnum á fimmtudaginn kl.20:15. Það má búast við hörkuleik að venju. Í deildaleik liðanna í Kórnum í fyrra var HK komið í 2:0 eftir 5 mínútur í upphafi síðari hálfleiks. Bikar náðu 2:2 jafntefli með mörkum á 89. mínútu í venjulegum leiktíma og jöfnunarmarki á síðustu mínútu viðbótartíma.

BlikarTV gerði allri umgörð leiksins í fyrra og leiknum sjálfum góð skil í þessu myndbandi.

Sagan

Breiðablik og HK eiga að baki 27 mótsleikii auk góðgerðarleikja enda samstarf  Kópavogsfélaganna mjög gott. Yfirlit mótsleikja hér>

Leikurinn á fimmtudaginn verður því 28. mótsleikur liðanna frá upphafi og 7. leikur liðanna í efstu deild. Jafnt er á öllum tölum: 2 sigrar, 2 jafntefli, 2 töp. Blikar hafa skorað 10 mörk gegn 8 mörkum HK. Meira>

Fyrri viðureignir liðanna í efstu deild á heimavelli HK:

Kórinn. HK komst í 2:0 eftir 5 mínútur í upphafi síðari hálfleiks með mörkum Ásgeirs marteinssonar og Björns Berg Bryde. Bikar náðu að klóra í bakkann og jafna leikinn með marki Thomas Mikkelsen á 89. mínútu í venjulegs leiktíma. Viktor Örn Margeirsson skorðai jöfnunarmark á síðustu mínútu viðbótartíma.

2:1 Kópavogsvöllur. Heimaleikur HK í lokaumferðinni. Mörk HK skora Hörður Már Magnússon á 5´og Aaron Palomares á 15´. Marel Jóhann Baldvinsson klóraði í bakkan fyrir Blika með marki á 85´. 

1:1 Kópavogsvöllur. Heimaleikur HK í 17. umferð. HKingar skorðuðu bæði mörkin því HK maðurinn Ásgrímur Albertsson varð fyrir því “óláni” að skora sjálfsmark á 42´mín. Það var svo Þórður Birgisson sem jafnaði leikinn með marki á 83´. 

23.09 17:00
2007
HK
Breiðablik
1:1
1
1
A-deild | 17. umferð
Kópavogsvöllur | #

Leikmenn

Nokkir núverandi leikmanna Blika hafa leikið með báðum liðum. Fyrrum HK-ingar Gunnleifur Gunnleifsson og Damir Muminovic spila nú með Breiðabliki eins og alkunna er. Einnig lék Viktor Örn Margeirsson með HK sem lánsmaður hjá HK árið 2014. Með HK leikur nú fyrrum leikmaður Breiðabliks Arnþór Ari Atlason.

Leikmannahópur Blika 2020

Leikurinn

Leikur HK og Breiðabliks verður í Kórnum á fimmtudagskvöld klukkan 20:15!. Veðurspáin í Kórnum er góð.

Þetta er leikur sem engin Kópavogsbúi má láta fram hjá sér fara!

Staða liðanna í deildinni er að Blikar eru fjórða sæti með 11 stig eftir 7 leiki. HK er í sjöunda sæti einnig eftir 7 leiki. Bæði lið hafa fengið aðeins 2 stig af 12 mögulegum í síðustu 4 leikjum og ætla sér breytingu þar á – Blikar þurfa sigur til að dragast ekki aftur úr á toppnum og HK þarf sigur til að lyfta sér fjær liðunum í 11. og 12. sæti.

Áfram Breiðablik, alltaf, alls staðar!

image

Til baka