BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ósvaldi boðið til Danmerkur

14.11.2011

Ósvaldi Traustasyni úr 2. flokki hefur verið boðið til Danmerkur til að æfa með úrvalsdeildarliðinu Nord-Sjælland. Ósvald er einn af hinum ungu og efnilegu leikmönnum Breiðabliks sem varð Norðurlandameistari í sumar með U-17 ára landsliði Íslands. Ósvald er leikinn vinstrifótarmaður og getur hvort sem er spilað bakvörð eða sem kantspilari. Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir þennan skemmtilega leikmann en gaman verður að fylgjast með þessum strákum á komandi árum.

Áfram Breiðablik!

Til baka