BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ósvald Jarl Traustason gerir 3ja ára samning við Breiðablik

10.11.2014

Vinstri bakvörðurinn Ósvald Jarl Traustason hefur gert 3ja ára samning við Breiðablik. Ósvald er 19 ára og uppalinn Bliki en hann kemur frá Fram þar sem hann lék á síðustu leiktíð. 

Ósvald hefur leikið 11 leiki fyrir U19 ára landslið Íslands og 13 landsleiki fyrir U17 ára landslið Íslands.

Breiðablik fagnar því að hafa endurheimt Ósvald aftur til Breiðabliks og býður hann hjartanlega velkominn.

Knattspyrnudeild Breiðabliks

BlikarTV - viðtal 

Til baka