BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ósvald í Leikni R.

10.01.2017

Blikinn góðkunni Ósvald Jarl Traustason hefur fengið félagaskipti yfir Leikni R. Ósvald er 21 árs varnarmaður og á að baki 24 landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Hann er uppalinn Bliki en hefur undanfarin ár leikið sem lánsmaður með Gróttu og Fram og einnig spilaði hann hluta af sumrinu 2013 með Leikni. 

Þjálfari Leiknismanna er góðvinur okkar Blika, Kristófer Sigurgeirsson, þannig að hann gjörþekkir til leikmannsins. Blikar óska Ósvaldi velfarnaðar í baráttunni í Breiðholtinu enda er hann drengur góður og heldur þar að auki með réttu liði í enska boltanum!

-AP

Til baka