BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Óskar skrifar undir þriggja ára samning

20.12.2017

Miðjumaðurinn snjalli Óskar Jónsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Blika.

Óskar sem er tvítugur að aldri var lánaður í ÍR í 1. deildinni í sumar og átti mjög gott sumar með Breiðholtsliðinu. Sumarið 2016 spilaði Óskar einnig hluta af sumrinu með Þór á Akureyri og stóð sig vel. Óskar hefur spilað fjóra leiki með Blikaliðinu en á að baki 19 leiki með ÍR og 10 leiki með Þór í 1. deildinni. Hann lék þar að auki fjóra leiki með U-19 ára landsliði Íslands.

Óskar er mjög klókur leikmaður sem les leikinn vel. Það verður spennandi að sjá hvernig hann þróast á næstu árum.

Blikar fagna þessum samningi og hlakka til að sjá hann leika listir sínar á knattspyrnuvellinum á komandi misserum.

Til baka