BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Óskar skrifar undir samning

09.09.2015

Óskar Jónsson hefur skrifað undir 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Óskar er mjög fjölhæfur 18 ára gamall miðju- og varnarmaður.

Hann er einn af lykilmönnum í sterku 2. flokks liði Breiðabliks sem er á góðri leið að tryggja sér Íslandsmeistaratitil á þessu ári.

Óskar hefur mikinn leikskilning og hefur farið mjög vaxandi sem leikmaður á undanförnum misserum.

Blikar.is óska Óskari til hamingju með samninginn og vonast til að hann eigi eftir að vaxa og dafna sem leikmaður á komandi árum.

-AP

Til baka