BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Þórður Steinar til liðs við Breiðablik

23.07.2011

Þórður Steinar Hreiðarsson gekk í dag til liðs við Breiðablik.

Hann lék með Val til ársins 2006 en þá gekk hann til liðs við Þrótt og lék með Þrótti þar til hann gekk til liðs við færeysku meistarana í HB.

Þórður er 24 ára gamall og hefur lengst af leikið sem miðvörður. Hann á að baki 7 leiki með U17 og U19 ára liðum Íslands og 57 leiki í efstu og næst efstu deild og Bikarkeppni hér á landi.

Blikar.is bjóða Þórð velkominn í Breiðablik og vænta mikils af honum í framtíðinni.

Áfram Breiðablik !

Til baka