BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Oliver Stefánsson skrifar undir hjá Breiðabliki

17.02.2023 image

Grafík: Halldór Halldórsson

Við bjóðum Oliver hjartanlega velkominn, hann er 22 ára gamall og kemur frá Norrköping í Svíþjóð.

Hann skrifaði undir við sænska liðið 2019 en hann lék með Skagamönnum á láni síðasta sumar þar sem hann skoraði eitt mark í 23 leikjum í Bestu deildinni. Þessi öflugi varnarmaður á að baki 18 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað eitt mark í þeim leikjum.

Samningur Olivers gildir út árið 2025.

Það voru mörg íslensk lið sem vildu fá Oliver en hann ákvað að koma í Kópavoginn. Við bjóðum hann velkominn í græna búninginn og hlökkum til að sjá hann leika listir sínar með Breiðabliksliðinu.

Til baka