BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Oliver skoðar aðstæður hjá Arminia Bielefeld

02.11.2015

Þýska 2. deildarliðið Arminia Bielefeld hefur boðið knattspyrnumanninum snjalla Oliver Sigurjónssyni út til æfinga með liðinu. Arminia Bielefeld er eitt af þekktari liðum Þýskalands. Það féll hins vegar úr Bundesligunni árið 2009 og hefur verið að ströggla undanfarin ár. Liðið er nú um miðja deild en vann góðan sigur á Kaiserslautern á útivelli 0:2 á laugardaginn.

Oliver átti frábært tímabil með Blikaliðinu síðastliðið sumar og var meðal annars valinn efnilegasti leikmaðurinn í Pepsí-deildinni síðastliðið sumar af flestum fjölmiðlum. Það kemur því ekki á óvart að erlend lið hafi áhuga á þessum kraftmikla miðjumanni. Oliver hefur ákveðið að þiggja boð Þjóðverjanna og mun æfa með liðinu dagana 8.-15. nóvember n.k.

-AP

Til baka