BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Oliver Sigurjónsson til AGF

24.08.2011

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur komist að samkomulagi við danska úrvalsdeildarliðið AGF um félagsskipti Olivers Sigurjónssonar til danska liðsins.

Oliver fetar þar í fótspor Ólafs Helga Kristjánssonar þjálfara meistaraflokks en hann gerði einmitt garðinn frægan sem leikmaður og síðar þjálfari hjá AGF fyrir fjölmörgum árum.

Oliver hefur lengi verið undir smásjá erlendra félaga enda einn af efnilegri leikmönnum Íslands í sínum aldursflokki. Hann er á eldra ári í 3. flokki og varð meðal annars Norðurlandameistari með íslenska U-17 ára langdsliðinu fyrir skömmu.

Breiðablik óskar Oliver til hamingju með samninginn og velfarnaðar á nýjum slóðum.

Til baka