Oliver Sigurjónsson skrifar undir nýjan samning
01.06.2022/2022/Oliver_undirskrift_2022_600_560.jpg)
Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að miðjumaðurinn öflugi Oliver Sigurjónsson hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út keppnistímabilið 2024.
Þrátt fyrir að hafa tvívegis farið erlendis í atvinnumennsku, með AGF í Danmörku og svo Bodö/Glimt í Noregi, hefur Oliver þegar leikið 162 mótsleiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim 9 mörk.
Þá á hann að að baki tvo A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hvorki fleiri né færri en 50 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Oliver hefur leikið afar vel í upphafi móts í sterku Blikaliði.
Það er mikið fagnaðarefni að við fáum að njóta krafta hans áfram næstu árin.
/2022/Fanar-Oliver_600_1746.jpg)