BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Oliver seldur til FK Bodö/Glimt

24.07.2017

Þær fréttir voru að berast að Breiðablik og norska liðið FK Bodø/Glimt hafi gert samkomulag um kaup síðarnefnda félagsins á miðjumanninum snjalla Oliver Sigurjónssyni.

Oliver sem er 22 ára gamall hefur lengi stefnt að atvinnumennsku og var meðal annars á mála hjá danska liðinu AGF á sínum yngri árum.

Samningur félaganna er með hefðbundnum fyrirvörum í samningum sem þessum en gangi allt eftir má búast við að Oliver verði orðinn leikmaður FK Bodø/Glimt á næstu dögum.

Blikar.is óska Oliver til hamingju og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Til baka