BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Oliver með nýjan samning!

06.11.2015

Oliver Sigurjónsson skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið í gærkvöld.

Oliver, sem er 20 ára, átti frábært tímabil með Blikum og skoraði meðal annars tvö glæsileg mörk beint úr aukaspyrnum. Hann var valinn efnilegasti leikmaðurinn í Pepsí-deildinni síðastliðið sumar af flestum fjölmiðlum. Oliver lék með Breiðabliki alla yngri flokka áður en hann samdi við AGF í Danmörku en hann kom heim á síðasta ári til að leika með Blikum.

Og Oliver er líka fyrirliði U21 landsliðsins sem er að gera það gott í baráttunni um að komast á U21 EM 2017. Oliver lék 22 leiki með U17 landsliðinu og skoraði 7 mörk; 19 leiki og 6 mörk fyrir U19 landsliðið og er núna kominn með 7 leiki og 2 mörk fyrir U21 landsliðið. 

Þýska 2. deildarliðið Arminia Bielefeld hefur boðið Oliver út til æfinga með liðinu dagana 8.-15. nóvember. Það kemur því ekki á óvart að erlend lið hafi áhuga á þessum kraftmikla miðjumanni.

Áfram Breiðablik!

Til baka