BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Oliver kominn heim

23.07.2014

Í dag gengu tveir leikmenn frá samningum við knattspyrnudeild Breiðabliks. Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson er kominn heim aftur eftir tveggja ára dvöl hjá danska liðinu AGF. Hinn leikmaðurinn er varnarmaðurinn Baldvin Sturluson sem kemur á lánssamningi frá Stjörnunni í Garðabæ.

Oliver er hluti af hinum geysisterka 1995 árgangi. Hann er uppalinn hjá okkur Blikum og hefur spilað landsleiki með öllum yngri landsliðum Íslands. Oliver hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu en er allur að koma til. Hann hefur æft með meistaraflokknum undanfarna daga og hefur nú ákveðið að gera samning við knattspyrnudeild Breiðabliks út árið 2016.

Baldvin Sturluson er 25 ára varnarmaður sem kemur til okkar á lánssamningi frá Stjörnunni. Hann spilar yfirleitt í stöðu bakvarðar en getur líka spilað aðrar stöður á vellinum.

Breiðablik býður þessa tvo leikmenn velkomna í græna búninginn og vonar að þeim eigi eftir að líða vel i Kópavoginum!

Til baka