BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ólafur Íshólm semur til tveggja ára við Blika

07.11.2017

Markvörðurinn Ólafur Íshólm hefur framlengt samning sinn við Breiðablik til tveggja ára.

Ólafur sem er 22 ára gamall kom til okkar frá uppeldisfélagi sínu Fylki í vor. Hann á að baki 34 leiki með Fylki í efstu deild og bikar árin 2015 og 2016.

Ólafur á tvo leiki með U17 ára landsliði Íslands að baki.

Blikar fagna þessum samningi og óska Ólafi velfarnaðar í Blikabúningnum.

Til baka