BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ólafur Íshólm lánaður í Fram

06.12.2018

Breiðablik og Fram hafa komist að samkomulagi um að markvörðurinn Ólafur Íshólm spili á lánssamningi með liði Framara í Inkasso-deildinni keppnistímabilið 2019. Á sama tíma skrifaði hann undir nýjan samning við Breiðablik til loka ársins 2020.

Ólafur sem er 23 ára gamall gekk til liðs við okkur Blika árið 2017. Hann spilaði einn leik í byrjunarliði Breiðabliks í sumar og hefur staðið vaktina á milli stanganna í Bose mótinu.

Honum hefur farið mikið fram en það var talið mikilvægt fyrir áframhaldandi þroska hans sem markvarðar að hann myndi spila reglulega næsta sumar.

Ólafur er 192 cm á hæð og á að baki 34 meistaraflokksleiki með Fylki og 5 með okkur.

Blikar.is óska Ólafi velfarnaðar í bláa búningnum og við munum fylgjast náið með honum í Inkasso-deildinni næsta sumar.


 

Til baka