BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ólafur Guðmundsson fer á láni til Grindavíkur

13.02.2021 image

Ólafur Guðmundsson hefur skrifað undir lánssamning við Grindavík þar sem hann mun leika í Lengjudeildinni í sumar.

Ólafur er fæddur árið 2002 og er öflugur varnarmaður sem spilar oftast sem vinstri bakvörður. Hann hefur spilað 11 leiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim eitt mark. Ólafur fór á láni til Keflavíkur síðasta sumar en var kallaður til baka fyrir lok móts.

Ólafur á 8 landsleiki að baki fyrir U17 og U18 ára landslið Íslands. Það er ljóst að Ólafur mun styrkja lið Grindavíkur mikið en honum er ætlað stórt hlutverk þar á komandi tímabili.

Við hlökkum til að fylgjast með Ólafi í sumar og fá hann reynslunni ríkari heim

Til baka