BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Mjólkurbikarinn 2023 / Undanúrslit: KA - Breiðablik

03.07.2023 image

Eftir tveggja leikja þátttöku okkar manna í forkeppni Meistaradeildarinnar 2023/24 á Kópavogsvelli 27. og 30. júní er komið að næsta verkefni sem er ferðalag norður yfir heiðar til að etja kappi við lið KA-manna í undanúrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ 2023.

Flautað verður til leiks á Greifavellinum á Akureyri á þriðjudag kl. 17:30!

Miðasala á leikinn er á: Stubbur

Leikurinn verður sýndur í beinni á RÚV 2 fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Leið liðanna í Undanúrslit 2023

KA

Í 32-liða úrslitum 19.apríl vinnur KA liðið Uppsveitir 5:0 á Greifavellinum á Akureyri. KA-meinn heimsækja Kórinn 18.maí í 16-liða úrslitum og leggja HK-inga 1:3. KA fekk Grindvíkinga í heimsókn í 8-liða úrslitum í leik sem KA vinnur 2:1.

Breiðablik

Í 32-liða úrslitum 19. apríl vinna Blikar nokkuð öruggan 0:2 sigur á Fjölnismönnum í Egilshöll. Nánar hér. 

Í 16- liða úrslitum 18. maí vinna okkar menn mikilvægan 0:3 sigur á 1. deildarliði Þróttar á þeirra heimavelli í laugardalnum. Mikilvægur sigur í Mjólkurbikarnum. Nánar hér.

Í 8-liða úrslitum 5.júní vannst nokkuð öruggur 3:1 sigur á liði FH á Kópavogsvelli. Nánar hér.

Sagan

Keppnisleikir Breiðabliks og KA í öllum mótum frá fyrsta leik árið 1987 eru 49 leikir. Vinningshlutfallið fellur með okkur - Blikar með 32 sigra gegn 11 - jafnteflin eru 6.

Bikarsagan

Aðeins 4 innbyrðis viðureignir liðanna í 58 ára sögu Bikarkeppni KSÍ. Liðin mættust fyrst í Bikarkeppninni árið 2002. Síðast mættust liðin árið 2015. Akureyrarliðið hefur vinninginn með 3 sigra gegn 1 sigri okkar manna.

19.06 00:21
2008
Breiðablik
KA
1:0
1
Bikarkeppni KSÍ | 32-liða úrslit
Kópavogsvöllur | #

02.07 15:04
2006
KA
Breiðablik
3:2
1
1
Bikarkeppni KSÍ | 16-liða úrslit
Akureyrarvöllur | #

21.07 19:15
2002
KA
Breiðablik
3:0
1
Bikarkeppni KSÍ | 8-liða úrslit
Akureyrarvöllur | #

Leikmannahópurinn

Nokkrir leikmenn KA liðsins hafa spilað í grænu Breiðablikstreyjunni. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék 140 mótsleiki og skoraði 16 mörk með Blikum á árunum 2002-2008.  Elfar Árni Aðalsteinsson lék 105 mótsleiki með Blikaliðinu og skoraði 29 mörk á árunum 2012-2015. Einnig er Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, fyrrverandi leikmaður Blika með 119 mótsleiki og 23 mörk.

Óskar Hrafn Þorvaldsson er aðalþjálfari meistaraflokks karla. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019. Halldór Árnason er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2019. Valdimar Valdimarsson er markmannsþjálfari liðsins. Hann tók við því starfi af Ólafi Péturssyni. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins síðan 2016. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn sem afreksþjálfari hjá elstu flokkum karla í Breiðabliki. Eyjólfur mun einnig vera í þjálfarateymi meistaraflokks karla, þar sem hann mun halda utan um aðlögun yngri leikmanna inn í meistaraflokkshópinn. Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar.

image

Dagskrá

Flautað verður til leiks á Greifavellinum á Akureyri á þriðjudag kl.17:30!

Miðasala á leikinn er á: Stubbur

Leikurinn verður sýndur í beinni á RÚV 2 fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Fjölmennum til Akureyrar og styðjum strákana!

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

Slóð í leikinn í 16-liða úrslitum á Kópavogsvelli 2015:

Til baka