BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Mjólkurbikarinn 32-liða úrslit: Breiðablik - Valur

23.05.2022 image

Grafík: Halldór Halldórsson

Við fáum Valsmenn í heimsókn í Kópavoginn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2022. 

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á fimmtudagskvöld kl.19:45!

Græna stofan opnar 17:15, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. 

Sparkvellir verða á sínum stað fyrir krakkana.

Miðasala á Stubbur app: Stubbur

Athugið að þetta er bikarleikur þannig að Blikaklúbbsskírteini gilda ekki á leikinn. 

Leikurinn verður sýndur í beinni á RÚV 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Sagan

Breiðablik hefur tekið þátt í Bikarkeppni KSÍ frá upphafi keppninnar árið 1960. Fyrsti Bikarleikur félagsins var tapleikur gegn Þrótti í 1. umf í ágúst 1960. Fyrsti sigurleikur Blika í keppninni kom á gamla Melavellinum árið 1962 þegar okkar menn mættu Víkingum í 1. umferð. Þrjá leiki þurfti til að knýja fram úrslit í þessari rimmu við Víkinga en reglur þess tíma voru að ef leikur endaði með jafntefli þurfti að leika að nýju til að fá hrein úrslit. Fyrsti leikurinn endaði með 0:0 jafntefli. Nýr leikur fór fram á hlutlausum velli og aftur skilja liðn jöfn - 3:3. Þriðji leikurinn fór svo fram á Melavelinum og unnu Blikamenn þá 0:3 sigur og þar með sinn fyrsta sigur í Bikarkeppni KSÍ. Nánar.

Breiðablik hefur þrisvar spilað til úrslita í Bikarkeppni KSÍ og einu sinni orðið Bikarmeistari.

Árið 1971 vinna Blikar Keflavík, Val, Fram en tapa fyrir Víkingum í úrslitum. 

Árið 2009 vinna Blikar Hvöt, Hött, HK, Keflavík og vinna Fram í úrslitum. 

Árið 2018 vinna Blikar Leikni R., KR, Val, Víking Ó en tapa fyrir Stjörnunni í úrslitum. 

Innbyrðis bikarleikir liðanna

Níu sinnum hafa liðin dregist saman í 62 ára sögu Bikarkepnni KSÍ. Reyndar eru leikirnir 10 því fyrstu árin voru reglur þær að annan leik, eða leiki, þurfti til að fá hrein úrslit. Þessi þurfti í undanúrslitum 1976. Liðin gera þá 0:0 jafntefli á heimavelli Valsmanna í Laugardalnum. Seinni leikinn á Kópavogsvelli vann Valur svo 0:3 og varð Bikarmeistari það ár - unnu ÍA 3:0 í úrslitum. 

Innbyrðis bikarleikir Breiðabliks og Vals eru 10 - á 9 árum. Valur hefur vinninginn með 6 sigra gegn 4 sigrum Blika. 

Nánar um leikina:

1971 - 8-liða úrslit. Blikamenn, á fyrsta ári í efstu deild, vinna heimaleik gegn Val á Melavellinum í Reykajvík 2:1. Bíkarmeistarar Víkingur R.

1976 - Undanúrslit. Tveir leikir. Fyrri leiknum lauk með 0:0 jafntefli. Valur vinnur seinni leikinn á Kópavogsvelli 0:3. Valur bikarmeistari eftir sigur á ÍA. 

Breiðablik og Valur dragast saman 4 ár í röð:

1990 - 8-liða úrslit. Valsmenn vinna 2:0 á Kópavogsvelli. Valur bikarmeistari eftir framlengingu og vító gegn KR.

1991 - 8-liða úrslit á Kópavogsvelli. Staðan 1:1 eftir venjulegan leiktíma og framl. Valur vinnur í vító 5:4. Valur meistari eftir sigur á FH

1992 - 16-liða úrslit. Valur vinnur 0:3 sigur í Laugardalnum. Valur bikarmeistari eftir sigur á KA.

1993 - 16-liða Valsmenn vinna 1:0 sigur á Laugardalsveli. Bikarmeistarar ÍA eftir sigur á ÍBK.

---

1999 - 8 liða úrslit. Blikar vinna 2:0 sigur á Kópavogsvelli en falla út fyrir KR í undanúrslitum. Bikarmeistarar KR eftri sigur á ÍA.

2008 - 16-liða úrslit. Blikar vinna 1:0 sigur á Kópavogsvelli. Vinna Keflvíkinga 3:2 í 8-liða en falla út fyrir KR í undanúrslitum eftir framlengingu og vító. Bikarmeistari KR eftir sigur á Fjölni. 

2018 - 8-liða úrslit. Blikar vinna 1:2 sigur á 93. mín með sigurmarki Árnórs Gauta eftir frábæra stoðsendingu Andra Rafns. Blikar leggja Ólafsvíkur Víkinga 6:4 á Kópavogsvelli í undanúrslitum í framlengdum rússíbana leik á Kópavogsvelli. Blikar tapa síðan fyrir Stjörnumönnum í úrslitaleiknum.

Dagskráin

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á fimmtudagskvöld kl.19:45!

Græna stofan opnar 17:15, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. 

Sparkvellir verða á sínum stað fyrir krakkana.

Miðasala á Stubbur app: Stubbur

Athugið að þetta er bikarleikur þannig að Blikaklúbbsskírteini gilda ekki á leikinn. 

Leikurinn verður sýndur í beinni á RÚV 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Áfram Blikar! Alltaf, alls staðar!

image

Til baka