BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Mikkelsen til Blika

13.06.2018

Danski framherjinn Thomas Mikkelsen hefur skrifað undir 2 ára leikmannasamning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Thomas sem er stór og sterkur framherji kemur frá skoska liðinu Dundee Utd. Daninn er 28 ára gamall og er tæplega 190 cm á hæð. Hann er fljótur og sterkur og á örugglega eftir að setja mark sitt á Pepsí-deildina.

Eins og komið hefur fram hafa Blikar leyst Tokic undan samningi og því kemur Thomas í hans stað í baráttuna í framlínunni. Hann verður orðinn löglegur með Blikaliðinu 15. júlí. Fyrsti leikur hans verður því að öllum líkindum gegn Fjölni á Kópavogsvelli mánudaginn 16. júlí.

Thomas í viðtali við BlikarTV

Til baka