BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Mikkel Qvist til Blika

26.01.2022 image

Breiðablik hefur fengið til liðs við sig dansk-kólumbíska varnarmanninn Mikkel Qvist en hann kemur frá Horsens í Danmörku. Mikkel hefur undanfarin tvö sumur leikið með KA mönnum í Pepsi Max deildinni á láni frá danska félaginu.

Mikkel er örvfættur varnarmaður og er hann 2,03 á hæð. Hann hefur staðið sig vel með KA mönnum og var lykilmaður í sterkri vörn norðanpilta undanfarin tvö ár.

Mikkel mun hitta nýja félaga sína í Blikaliðinu á æfingamóti í Portúgal, Atlantic Cup, í byrjun febrúar.

Við bjóðum Mikkel Qvist velkominn í Blikaliðið og hlökkum til að sjá hann í baráttunni á vellinum með okkar mönnum í sumar.

image

Mikkel í leik með KA á Kópavogsvelli síðasta sumar / Mynd: Fótbolti.net

Til baka