BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Michee Efete til Blika

09.05.2017

Blikaliðið í Pepsí-deild karla hefur fengið til liðs við sig varnarmanninn Michee Efete frá Norwich á tímabundnu láni. Michee sem er tvítugur miðvörður er einn af lykilmönnum varaliðs Norwich. Hann er bæði með enskan og kongóskan ríkisborgararétt og á að baki U-21 árs landsleiki fyrir Kongó. Hann mun auka breiddina í varnarlínu Blika en eins og komið hefur fram mun Elfar Freyr ekki snúa aftur til Blika fyrr en um miðjan júlímánuð.

Michee er fljótur og leikinn varnarmaður sem einkum hefur spilað í hjarta varnarinnar. En hann getur einnig leyst báðar bakvarðarstöðurnar.

Til baka