BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Meistarakeppni KSÍ 2022: Víkingur - Breiðablik

08.04.2022 image

Í Meistarakeppni KSÍ mætast alla jafna Íslands- og bikarmeistarar fyrra árs, en sé sama félag í senn Íslandsmeistari og bikarmeistari skulu Íslandsmeistararnir leika gegn liði því sem varð í öðru sæti efstu deildar. Ef jafnt verður eftir venjulegan leiktíma er ekki framlengt, heldur farið beint í vítaspyrnukeppni til að ákvarða sigurvegara.

Víkingur hefur tvisvar unnið keppnina. Árið 1982 gegn ÍBV og 1983 gegn ÍA. Breiðablik hefur tvisvar áður tekið þátt. Gegn FH árin 2010 og 2011.

Leikurinn á Víkingsvelli á sunnudaginn verður fyrsti innbyrðis leikur félaganna í Meistarakeppni KSÍ.

Flautað verður til leiks á Víkingvelli kl. 20:00!

Miðasala fer fram í gegnum Stubb.

Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki geta mætt í Víkina.

Meistarkeppni frá 1969

Leikið hefur verið um titilinn, sem að í daglegu tali er kallaður meistarar meistarana, síðan 1969 fyrir utan árin 1999-2002 þar sem að ekki var keppt um titilinn.

Í lok ágúst árið 1969 fór fram á Laugardalsvelli sögulegur leikur Breiðabliks og Víkings um sæti í 1. deild. Víkingsliðið búið að vera í 2. deild frá 1964 og ætlaði sér aftur upp í deild þeirra bestu.

Blikamenn, á sínu 11. ári, komnir með fyrnasterkt lið og ætluðu sér upp í 1. deild í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Víkingar tryggðu sér sætið. Unnu leikinn á vítspyrnudómi (vafasömum) í framlengingu. Saðan var 2:2 eftir venjulegan leiktíma. 

Nánar um leikinn hér:

20.08 20:29
1969
Breiðablik
Víkingur
2:3
8
3
B-deild | Úrslitaleikur #1 um sæti
Laugardalsvöllur | #

Sigurvegari í framangreindum leik fór beint upp en tapliðið spilaði við neðsta lið 1. deildar um sæti í deildinni árið eftir.

Breiðabliksliðið fékk því annað tækifæri gegn ÍBA sem tryggði sér sætið eftir tvo sögulega leiki. Nánar hér.

Blikar unnu svo 2. deildina árið eftir og léku í efstu deildi 1971.

Sagan

Heilt yfir eru innbyrðis mótsleikir liðanna 86. Jafnt er á öllum tölum eða þar um bil. Blikasigrar eru 33 gegn 32 og jafnteflin eru 21.

Liðin eiga sér langa sögu. Víkingur er stofnað 1908. Breiðablik, stofnað 1950, sendir fyrst lið til keppni í knattspyrnu árið 1957. Spilað var í 2. deild. 5 lið: Þróttur R. Keflavík, Víkingur R, ÍBS og Breiðablik.

Breiðablik tapaði öllum 4 leikjunum - skoruðu 3 mörk en fengu á sig 23. Breiðablik sendi næst lið til keppni árið 1960 og hefur tekið þátt óslitið síðan.

Fyrsti mótsleikur gegn Víkingum var 1957:

17.07 18:00
1957
Víkingur
Breiðablik
6:2
1
2
B-deild | riðill
Melavöllur | #

Frímann Helgson ritsjóri íþrótta hjá Þjóðviljanum skrifað pistil um leikinn 1957 og fór nokkrum orðum um unga og reynslulitla leikmenn í liðið Víkings sem ættu framtíðina fyrir sér. 

Um Kópavogsliðið skrifar blaðamaður: „Lið Kópavogs er sýnilega lítið æft og kann ekki mikið listum knattspyrnunnar, en þeir eiga mikinn kraft og flýsti, en það er ekki einhlítt, leiknin og skilningur á því hvað knattspyrna er, verður að vera með, annars fara menn í flýtinum framhjá knettinum og skilja hann eftir. Vafalaust geta þessir ungu Kópavogsmenn náð miklum árangri, en það kemur ekki nema með með mikilli vinnu og elju. Í Kópavogi eru orðnir það margir íbúar að þar ætti að geta verið mjög gott lið þegar tímar líða og aðstaðan batnar“.

Töluvert mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta var skrifað.

Leikurinn

Miðasala er hafin fyrir leik Víkings og Breiðablik í Meistarakeppni KSÍ sem fram fer í Víkinni næsta sunnudagskvöld klukkan 20:00.

Salan fer fram í gegnum Stubb og verða aðgöngumiðarnir eingöngu rafrænir.

Flautað verður til leiks kl. 20:00!

Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki geta mætt í Víkina.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

image

Til baka