BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Martin Lund Pedersen semur við Breiðablik

02.01.2017

Martin Lund Pedersen hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild Breiðabliks en hann spilaði með Fjölni í Pepsí-deildinni síðasta sumar og skoraði 9 mörk í 22 leikjum.

Martin Lund er 25 ára fjölhæfur miðju- og kantmaður sem á að baki 19 landsleiki með yngri landsliðum Danmerkur.

Martin er ánægður með að vera genginn til liðs við Breiðablik. “Það var ekki auðvelt að kveðja Fjölnisliðið enda átti ég góðan tíma í Grafarvoginum síðasta sumar. Mér stóðu margir möguleikar til boða eftir tímabilið en að lokum ákvað ég að ganga til liðs við Breiðablik. Mér líst vel á alla umgjörð hjá félaginu. Ég tel að með þeim þjálfurum og leikmönnum sem þar eru til staðar félagið hafi félagið frábæran efnivið til að ná mjög langt á næsta tímabili. Ég hlakka til að taka slaginn með Kópavogsliðinu í Pepsí-deildinni næsta sumar” segir hann.

Blikar bjóða Martin Lund hjartanlega velkominn í Kópavoginn.

Til baka