BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Markaregn á Kópavogsvelli

11.12.2022 image

Blikar töpuðu öðrum leiknum sínum á BOSE mótinu á svipaðan hátt og þeim fyrsta. Eini munurinn var sá að andstæðingarnir núna voru KR-ingar. Gestirnir skoruðu fjögur mörk en við þrjú. Okkar drengir voru sterkari í fyrri hállfeik og leiddu þegar gengið var til búningsherbergja 2:0.

En svo skiptu þjálfararnir Óskar Hrafn og Halldór alveg um lið í síðari hálfleik og ungir og efnilegir strákar fengu að spreyta sig. Við fengum frekar ódýr 3 mörk á okkur í á skömmum tíma og klúðruðum síðan vítaspyrnu undir lok leiksins.

Við eigum því ekki möguleika að vinna mótið í ár en þetta er samt búið að vera fínt mót til að starta undirbúningstímabilinu.

Það ánægjulega við leikinn gegn KR var að Eyþór Wöhler skoraði annan leikinn í röð.

Og ungur og efnilegur strákur úr 2. Flokki, Dagur Örn Fjeldsted,, skoraði stórglæsilegt mark og hefur vakið athygli fyrir góða spilamennsku:

Einnig setti gamla brýnið Kristinn Steindórsson eitt mark.

-AP

Til baka