BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Margir Blikar í landsliðsverkefnum

29.08.2020 image

Að vanda eru margir núverandi og fyrrverandi Blikar í landsliðsverkefnum nú á haustdögum. Bæði í A-landsliði karla og U21 árs landsliðinu.

Sérstaka athygli vekur að miðjumaðurinn ungi Andri Fannar Baldursson er valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn. Andri Fannar,sem er ekki nema 18 ára gamall, spilar með ítalska A-seríuliðinu Bologna.

image

Svo eru bæði Alfons Sampsted, sem hefur slegið í gegn að undanförnu með toppliði norsku deildarinnar Bodö/Glimt og miðvörðurinn snjalli í Sverrir Ingi Ingason í A-landsliðshópnum. Og einnig markvörðurinn efnilegi Patrik Sigurður Gunnarsson.

image

image

image

Blikar eiga síðan tvo fulltrúa sem eru enn í græna búningnum U-21 árs liðinu. Þetta eru þeir Brynjólfur Andersen Willumsson og Róbert Orri Þorkelsson.

image

image

En í hópnum eru síðan margir fyrrum leikmenn Blikaliðsins. Þar má nefna Alfons Sampsted og markvörðinn Patrik Sigurð Gunnarsson (Brentford) sem eru í báðum landsliðshópnum, markvörðinn Elías Rafn Ólafsson (Fredericia), Willum Þór Willumsson (Bate Borisov), Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingur R.), Svein Aron Guðjohnsen (Spezia) og Kolbein Þórðarson (Lommel).

Sérstaka athygli vekur að miðjumaðurinn ungi Andri Fannar Baldursson er valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn. Andri Fannar,sem er ekki nema 18 ára gamall, spilar með ítalska A-seríuliðinu Bologna. Svo eru bæði Alfons Sampsted, sem hefur slegið í gegn að undanförnu með toppliði norsku deildarinnar Bodö/Glimt og einnig markvörðurinn efnilegi Patrik Sigurður Gunnarsson. Segja má að landsliðsþjálfarinn sé að yngja upp A-landsliðið með uppöldum Blikum

Í heild eru þetta tólf leikmenn og hlýtur það að teljast góð uppskera fyrir Breiðablik!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

-AP

Til baka