BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Margir Blikar á leið til Bandaríkjanna með A landsliðinu

30.12.2019

Það fá margir ,,gamlir" Blikar tækifæri með íslenska A-landsliðinu sem spilar tvo leiki í Bandaríkjunum um miðjan janúar.

Markverðirnir ungu og efnilegu Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson fá tækifæri í fyrsta sinn og einnig bakvörðurinn öskufljóti Alfons Sampsted. Þar að auki er Davíð Kristján Ólafsson í hópnum en hann hefur spilað einn leik með A-landsliðinu áður. Það var í vináttuleik gegn Eistum fyrir einu ári síðan.

Við höfum þegar sagt frá því að Höskuldur Gunnlaugsson er í hópnum.

Allir eru þessir leikmenn að spila erlendis. Elías Rafn er að spila með Mydtjylland í Danmörku, Patrik Sigurður í Brentford í Englandi, Davíð Kristján í Álasund í Noregi og Alfons Sampste í Norrköping í Svíþjóð.

Höskuldur er samningsbundinn Halmstad í Svíþjóð. Mikill áhugi er hjá Blikum að fá Höskuld í sínar raðir. Verið er að vinna í málinu en óljóst hvort það gengur upp.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!


 

Til baka