BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Lið Breiðbliks komið áfram í 8 liða úrslit

15.04.2012

Breiðablik fer áfram í 8 liða úrslit Lengjubikarsins eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við lið Víkings frá Ólafsvík í Fífunni í gær.

Elfar Árni hélt sig efnið og skoraði auðvitað og var snöggur að því í þetta sinn því mark Blika kom á 1. mínútu fyrri hálfleiks en jöfnunarmark Víkinga kom svo 45. mínútu hálfleiksins. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik. 

Fram vann riðilinn með 21 stig og tekur á móti Þór frá Akureyri í 8 liða úrslitum. KR-ingar lentu í 2. sæti með 15 stig og spila við FH-inga. Blikar enduðu í 3. sæti riðilsins með 13 stig og spila við Keflavík í Reykjaneshöll miðvikudaginn 18. apríl klukkan 19:00.

Keflvíkingar sigruðu sinn riðill með 6 sigrum og einu jafntefli. Þeir skoruðu 20 mörk og fengu á sig 9.

Sigur á miðvikudaginn myndi fleyta okkur áfram í 4 liða úrslitin sem fara fram mánudaginn 23. apríl. Þar verða fyrir sigurvegarar úr leik KR og FH.

Áfram Breiðablik!

Til baka