BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Lengjubikarinn 2022: Stjarnan - Breiðablik

08.03.2022 image

Fjórði leikur Blikamanna í Lengjubikarnum 2022 er gegn Stjörnumönnum á þeirra heimavelli - Samsungvellinum í Garðabæ, fimmtudaginn 10. mars kl.19:00!

Veðurspá fyrir fimmtudagskvöld er ágæt - hálfskýjað, 6° hiti og smá vindur. 

Við hvetum alla til að mæta á leikinn og styðja sína menn.

Flautað verður til leiks kl.19:00!

Vegna þáttöku Blika í Atlantic Cup 2022 í febrúar eru okkar menn að leika óvenju þétt í Lengubikarnum þetta árið. Fyrsti leikur var 3:1 sigur gegn ÍA 26. febrúar. Annar leikur var 4:2 sigurleikur gegn Fjölnismönnum þremur dögum síðar. Þriðji leikur okkar manna var 1:2 sigurleikurinn gegn Þór í Boganum um síðustu helgi. Næsti leikur er svo gegn Stjörnunni á fimmtudag. Sem sagt, 4 leikur á 12 dögum.

Staðan í riðlinum

Það stefnir auðvitað í hörku leik gegn Stjörnumönnum á fimmtudaginn á Samsungvellinum í Garðabæ. 

Þar höfum við tækifæri til að hefna fyrir tapið í úrslitum á Fotbolta.net mótinu fyrr á þessu ári.

Með sigri ná okkar menn leiðandi stöðu í riðlinum með 12 stig þegar 1 umferð er eftir. Sigur eða jafntefli gegn KV í síðasta leik á Kópavogsvelli á mánudaginn gulltryggir Blika áfram í úrslit Lengjubikarsins 2022, en aðeins efsta lið í hverjum riðli (4 riðlar) kemst í úrslitakeppnina.

Ef jafntefli verður niðurstaðan í leiknum er Blikaliðið með 10 stig fyrir lokaumferðina, Skagamenn er með 9 stig og Stjörnumenn eru með 8 stig. Stjarnan og ÍA eiga innbyrðisleik. Stjarnan, eftir jafntefli við Blika, getur náð 11 stigum með sigri gegn ÍA, en ÍA getur náð 12 stigum með sigri á Stjörnunni. Okkar menn þurfa þá að vinna KV í lokaleiknum.

Vinni hins vegar Stjarnan leikinn mun sigur Blika gegn KV ekki tryggja okkur áfram í úrslit - nema Stjarnan og ÍA geri jafntefli í lokaleiknum.

Staðan í riðlinum:

image

Innbyrðir leikir

Aðeins tvisvar, 2002 og 2017, hafa liðin mæst í Deildarblikanum í 63 mótsleikjum liðanna frá upphafi (1970).

Heilt yfir leiða Blikamenn í þessum 63 innbyrðis mótsleikjum liðanna til þessa með 28 sigra gegn 24 sigrum Garðabæjarliðsins. Jafneflin er 11. 

Síðasti mótsleikur liðanna var úrslitaleikur Fótbolta.net mótsins 2022 sem leikinn var á Samsungvellinum í Garaðbæ í lok janúar og fóru leikar þannig að Stjarnan vann leikinn 3:1

Tekið af blikar.is um leikinn 2017: "Blikar og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í ár. Við misstum Aron Kára af velli strax á 10. mínutu en við sýndum mikinn karakter það sem eftir lifði leiks. Það tók okkur að vísu smá tíma að endurskipuleggja liðið en í síðari hálfleik vorum við sterkari aðilinn og áttum í raun og veru að vinna leikinn. Gulli átti reyndar tvisvar sinnum markvörslu á heimsmælikvarða en hinum megin skoraði Willum flott mark sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Hrósa verður öllu Blikaliðinu fyrir gríðarlega yfirferð og flotta baráttu."

Leikir liðanna í Deildarbikar KSÍ (Lengjubikarnum)

02.03 10:00
2002
Breiðablik
Stjarnan
0:1
1
Deildabikar KSÍ | 3. umferð
Reykjaneshöllin | #

Dagskrá

Við hvetum alla til að mæta á leikinn og styðja sína menn!

Veðirspáin fyrir fimmtudagskvöld er góð - hálfskýjað, 6° hiti og smá vindur. 

Flautað verður til leiks kl.19:00!

Áfram, Blikar, alltaf, alls staðar!

image

Til baka