BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Lengjubikarinn 2022: Breiðablik - Fjölnir

28.02.2022 image

Áfram rúllar Lengjubikarinn. Strax komið að næsta leik. Annar leikur okkar mann í Lengjubikarnum 2022 er gegn Fjölnismönnum á Kópavogsvelli á morgun, þriðjudag kl.19:00.

BlikarTV sýnir frá leiknum fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

image

Veðurspá fyrir Kópavogsvöll seinnipart þriðjudags er góð. Heiðskírt, hiti 2°og hægur vindur. Fjölmennum á völlinn og styðjum okkar menn til sigurs

Lengjubikarinn

Viðureign Breiðabliks og Fjölnis verður 27. mótsleikur liðanna frá upphafi og 7. viðureign liðanna í Lengjubikarnum. Blikar yfirhöndina með 4 sigra og 2 jafnteli í 6 leikjum.

Síðasti innbyrðis mótsleikur liðanna var í Egilshöllinni í fyrra: 

Dagskrá

Nú er búið að aflétta öllum takmörkunum og því ekkert því til fyrirstöðu að mæta á völlinn.

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á þriðjudag kl.18:00

BlikarTV sýnir frá leiknum fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Breiðablik mætti Fjölni í Lengjubikarnum 2021:

image

Til baka