BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Lengjubikarinn 2021: Þróttur – Breiðablik á Eimskipsvellinum föstudagskvöld kl.18:00!

17.02.2021 image

Annar leikur okkar manna í Lengjubikarnum 2021 er gegn Þrótti á Eimskipsvellinum í Laugardal á föstudagskvöld kl.18:00!

Sagan

Svo því sé haldið til haga þá var fyrsti opinberi mótsleikur Breiðabliks í knattspyrnu árið 1957 gegn Þrótti R. Leikið var á gamla Melavellinum föstudaginn 7. júní 1957.

Þetta var skrifað blöðin eftir leikinn árið 1957: „Í kvöld leikur nýtt utanbæjarlið hér sinn fyrsta leik. Ungmennafélagið Breiðablik í Kópavogi leikur gegn Þrótti í 2. deildarkeppninni og hefst leikurinn kl. 20:30“

Nánar um leikinn 1957

07.06 18:00
1957
Breiðablik
Þróttur
0:1
5
5
B-deild | riðill
Melavöllur | #

Á þeim 64 árum sem liðin eru frá þessum fyrsta mótsleik Breiðabliks í knattspyrnu hafa liðin mæst í 55 mótsleikjum.

image

Lengjubikarinn

Sex sinnum hafa Breiðabliksmenn farið alla leið í Deildabikarkeppni KSÍ (les. Lengjubikarinn) og unnið keppnina tvisvar - árið 2015 og 2013. Blikar léku til úrslita fyrsta árið sem keppnin var haldin árið 1996 í hörkuleik á Kaplakrikavelli.

Innbyrðis viðureignir Þróttar og Breiðabliks í Lengjubikarnum eru níu. Blikar töpuðu fyrsta leiknum sem var 1998 en hafa sigrað allar viðureignir í Deildabikarnum gegn Þrótti síðan.

image

Leikmenn

Núverandi framkvæmdastjóri Breiðbliks, áður framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, á 159 leiki að baki með Þrótti. Og núverandi framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, Sigurður Hlíðar Rúnarsson, er fyrrverandi yngi flokka þjálfari hjá Þrótti.

Nokkrir leikmenn sem hafa spilað með Þrótti hafa komið við sögu í Kópavoginum.

Okkar maður Guðmundur Friðriksson lék 8 leiki með Þrótti sem lánsmaður árið 2016. Guðmundir skipti yfir í Þrótt eftir keppnistímabilið 2018 – þá búinn að spila 64 leiki í grænu treyjunni árin 2011 - 2018.

Árin 2015-2018 lék Arnþór Ari Atlason lék 133 leiki og skoraði 28 mörk í grænu treyjunni en söðlaði um og leikur nú með hinu Kópavogsliðinu - HK.

Rafn Andri Haraldsson er Þróttari að upplagi. Hann kom til okkar Blika fyrir keppnistímabilið 2010 og lék í grænu treyjunni 2010 - 2013. Á þeim tíma spilaði hann 65 leiki í grænu treyjunni og skoraði 10 mörk. Hann skipti svo aftur yfir Þrótt fyrir keppnistímabilið 2014. Andri Rafn hefur á ferlinum spilað 215 leiki og skorað 19 mörk.

Þórður Steinar Hreiðarsson á spilaði 52 leiki og skoraði 3 mörk með Þrótti árin 2006-2009. Hann spilaði 67 leiki og skoraði 3 mörk  með Blikum árin 2011-2013.

Leikurinn

Leikur Þróttar og Breiðabliks verður á Eimskipsvellinum á föstudag 19. febrúar kl.18:00.

Því miður er áhorfendabann þannig að stuðningsmenn liðanna geta ekki mætt á leikinn, en leiknum verður streymt hjá Þróttarstreymi.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

image

Smella á mynd til að komast á Þróttarstreymið.

Til baka