BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Lengjubikarinn 2021: Breiðablik - ÍBV á Kópavogsvelli í dag, fimmtudag kl.15:30 !!!

24.02.2021 image

Áfram rúllar boltinn í Lengjubikarnum. Okkar menn fá Eyjamenn í heimsókn á Kópavogsvöll í dag, fimmtudag, kl.15:30 !!!

Leikurinn átti upphaflega að vera á sunnudag en vegna mjög óhagstæðar verðurspá um helgina var leiknum flýtt.

Þetta er þriðji leikur liðanna í Lengjubikarnum mótnu á þessu ári: Eyjamenn töpuðu 3:2 fyrir Fylkismönnum í fyrstu umferð og steinlágu 4:1 fyrir Leiknismönnum í annarri umferð.

Blikar unnu Leiknismenn 4:0 í fyrtsu umferð og Reykjavíkur Þróttara 5:0 í annarri umferð.

image

Leikur Breiðabliks og ÍBV á morgun er 98.mótsleikur liðanna frá upphafi og 10. innbyrðis leikur liðanna í Deildabikarnum (Lengjubikarnum). Blikar hafa vinninginn með 5 sigra gegn 3 sigrum ÍBV. Reyndar unnum við ÍBV 2;0 síðast þegar liðin mættust í Lengjubikarnum. Það var 9. mars árið 2015. Leikið var í Akraneshöllinni. Breiðablik vann leikinn 2:0 eins og áður segir en ÍBV var dæmdur 3:0 sigur vegna ólöglegs leikmanns í liði Blika. Kristinn Jónsson var ólöglegur í leiknum. Málavextir eru þeir að Kristinn Jónsson var lánaður til sænska liðsins Brommapojkarna í upphafi árs 2014 …. nánar

Allra fyrsti innbyrðis leikur liðanna frá upphafi var æfingaleikur í Vestmannaeyjum sumarið 1958 þegar Breiðabliksliðið var að stíga sín fyrstu skerf á knattspyrnuvellinum - knattspyrnudeild Breiðabliks var stofnuð árið 1957. Þar til viðbótar eru margir óskráðir leikir í svonefndri Bæjarkeppni liðanna sem var leikin heima og heiman á vorin og haustin. Sú hefð hófst í kjölfar eldgossins í Eyjum og stóð í nokkuð mörg ár.

Lengjubikarinn

Sex sinnum hafa Breiðabliksmenn farið alla leið í Deildabikarkeppni KSÍ (les. Lengjubikarinn) og unnið keppnina tvisvar - árið 2015 og 2013.

image

Dagskrá

Athugið að áhorfendur verða leyfðir. Frítt verður á leikinn. Við getum tekið á móti 200 áhorfendum á Kópavogsvelli.

En til þess að fylgja reglum um sóttvarnir þurfa áhorfendur sem mæta á Kópavogsvöll að gefa upp nafn og símanúmer við hliðið. Þar verða gæslumenn við hlið sem skrifa niður.

Þá þarf að gæta að því að það sé a.m.k. 1 metri á milli ótengdra áhorfenda og að allir áhorfendur sitji í sætum. Allir þurfa að bera andlitsgrímur.

En leikurinn verður í beinni á YouTube rás BlikarTV fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Leikurinn verður flautaður á kl.15:30 !!!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka