Lengjubikarinn 2021. 8-liða úrslit : Breiðablik - KA á Kópavogsvelli laugardag kl.16:00!
18.03.2021Strákarnir okkar fá mjög verðugt verkefni þegar við mætum sprækum KA-mönnum í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á Kópavogsvelli á laugardaginn. Flautað verður til leiks kl.16:00. Leikurinn er í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.
Blikarnir fóru taplausir í gegnum sinn riðill með 15 stig en KA-menn lentu í öðru sæti í sínum riðli með 10 stig – töpuðu 0:1 fyrir Valsmönnum og 1:1 jafnteflið gegn Grindvíkingum í lokaleiknum tryggði þeim annað sætið.
Innbyrðis viðureignir Breiðabliks og KA í Lengjubikarnum (Deilabikar KSÍ) eru 8. Fyrsti leikur var árið 2000. Síðast léku liðin innbyrðis í keppninni árið 2018, en þá snýtti KA okkar mönnum 4:0 í Boganum á Akureyri.
Vinningshlutfallið er með Blikum í þessum 8 leikjum: 5 sigrar og 1 jafntefli gegn 1 sigri KA.
Blikaliðið skoraði 16 mörk í riðlakeppninni og vann alla leikina.
Lengjubikarinn
Sex sinnum hafa Breiðabliksmenn farið alla leið í Deildabikarkeppni KSÍ (les. Lengjubikarinn) og unnið keppnina tvisvar - árið 2015 og 2013.
Gestaliðið
Nokkrir leikmenn KA-liðsins haf spilað í grænu Breiðablisktreyjunni. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék 140 mótsleiki og skoraði 16 mörk með Breiðabliki á árunum 2002-2008. Elfar Árni Aðalsteinsson lék 105 mótsleiki með Blikaliðinu og skoraði 29 mörk á árunum 2012-2015. Jonathan Hendrickx lék 50 mótsleiki með Breiðabliki árin 2018 og 2019 áður en hann skipti yfir í Lommel FC um mitt ár 2019.
Og Arnar Grétarsson, þjálfari KA manna, er þriðji leikjhæsti leikmaður félagsins frá upphafi með 289 mótsleiki og 61 skorðu mörk með Breiðabliki.
Dagskrá
Áhorfendur eru leyfðir. Kópavogsvöllur getur tekið á móti 200 áhorfendum í númeruð sæti. Áhorfendur 16 ára og yngri telja ekki með í tölu. Þá þarf að gæta að því að það sé a.m.k. einn metri á milli ótengdra áhorfenda og að allir áhorfendur sitji í sætum. Það er grímuskylda og fólk þarf að spritta við innganginn.
Vegna sóttvarnarreglna þá er einungis hægt að nálgast miða í gegnum Tix.is. Miðinn kostar litlar 200kr og er þar aðeins verið að greiða Tix.is fyrir þjónustuna.
Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 4 fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Leikurinn verður flautaður á kl.16:00 !
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!
Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 4 fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.