BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Lengjubikarinn 2020: Afturelding - Breiðablik á föstudag kl.19:00

18.02.2020

Næsti leikur okkar manna í Lengjubikarnum 2020 er á föstudaginn kl.19:00 á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Andstæðingar okkar er frískt lið Aftureldingar í Mosfellsbæ. Leikurinn er annar leikur liðanna í mótinu. Bæði lið léku gegn Leiknismönnum í 1.umferðinni. Blikar tóku á móti Leikni R. á Kópavogsvelli föstudaginn 7.febrúar og unnu góðan 3:1 sigur. Lið aftureldingar ferðaðist til Reyðarfjarðar um síðustu helgi og gerði 2:2 jafntefli við Leikni F. í Fjarðarbyggðarhöllinni.

Þeir eru ekki margir innbyrðis mótsleikir liðanna – 7 mótsleikir 1993 til 2019. Nánar hér.

Í fyrra gekk markvörðurinn og Mosfellingurinn Anton Ari Einarsson gekk til liðs við okkur Blikamenn eftir nokkur ár hjá Valsmönnum. Anton Ari er uppalinn í Aftureldingu og spilaði 29 meistarflokksleiki með uppeldisfelaginu áður en hann gekk til lið við Val. Og í nóvember barst okkur Blikum góður liðsstyrkur frá Mosfellingum þegar Róbert Orri Þorklesson söðlaði um og gerði 3ja ára samning við Breiðablik.

Fyrir keppnistímabilið 2019 gerði okkar maður Skúli E. Kristjánsson Sigurz þriggja ára samning við Aftureldingu sem svo Skúli rifti eftri keppnistímabilið. Og í nóvember sl. gerði Gísli Martin Sigurðsson tveggja ára samning við Aftureldingu.

Leikur Aftureldingar og Breiðabliks verður á Varmárvellinum í Mosfellsbæ föstudaginn 21.febrúar kl.19:00.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla stuðningsmenn til að mæta á leikinn og hvetja sína menn áfram. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt þá mun Afturelding TV streyma leknum á YouTube.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka