BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Leikmannakynning 2014: Finnur Orri Margeirsson

23.04.2014

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla fyrir keppnistímabilið 2014.

Fullt nafn.  - Finnur Orri Margeirsson      

F.dagur.ár. - 8. Mars 1991

Staður. -  Kópavogur

Staða á velli.  - Miðja.

Nr. 8.

Gælunafn. – FOM, Finnski, Finnsi er einnig að detta aftur inn á nýjum stöðum.

Hjúskapastatus. – Á frábæra kærustu.

Börn.  -  Barnið mitt var ættleitt frá mér til Svíþjóðar um daginn.

Bíll.  – Á svaka fínan Volkswagen Póló

 

Uppáhalds:

Lið í enska. – Man Utd.

Fótboltamaður. – Roy Keane á sínum tíma.

Tónlist. -  Allskonar, x-ið er oftast á í bílnum.

Matur. – Gló klikkar aldrei. Og svo er old school lambalæri með baunum, rauðkáli og brúnum kartöflum alltaf gott.

Leikmaður í mfl.kvk. – Systurnar!!

Frægasti vinur þinn.  – Sat einu sinni á sama stað og Laddi  .. en ég er ekki viss um að það teljist sem vinskapur.

Staður í Kópavogi.  – Kópavogsdalurinn.

 

Hver í mfl er:

Fyndnastur. – Elli Helga skemmtir manni mjög oft sem og Ellert, svo er oft spurning hvort maður sé að hlægja með eða að sumum þarna.. Árni Vill og Palli.

Æstastur. – Gaui er tímasprengja sem springur reglulega.

Rólegastur.  – Gummi Fri og Ellert.

Mesta kvennagullið. – Skil ekki þetta hype í kringum skírlífsdrenginn hann Gísla.. Dabbi fæ mitt atkvæði.

Heldur mest með HK.  - Damir og Gulli.

Líklegur í að vinna gettu betur. - Arnór, Gísli og Arnór yrðu gott tríó.

Lengst í pottinum. -  Olli veitir mér oft góðan félgasskap Svo er BigNóri mjög duglegur að slaka á inn í klefa eftir æfingar.

Með verstu klippinguna.  – hmm.. Ég klippi Gísla Pál þannig að hann kemur allavega ekki til greina.

Bestur á æfingu.  - Árni Kristinn kom á æfingar í seinustu viku og náði að viðhalda 100% vinningshlutfalli frá því hann byrjaði fyrst í Breiðablik.

Að lokum, hvað er Breiðablik. - Flottasti klúbburinn!

Til baka