BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ólafur Íshólm kveður Breiðablik.

11.10.2019

Markvörðurinn knái Ólafur Íshólm hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningum sínum og yfirgefa herbúðir Blika.

Ólafur kom til okkar frá Fylki árið 2017 og hefur leikið 5 leiki með meistaraflokknum. Hann á að baki 52 leiki með meistaraflokkum Fylkis, Fram og Blika.

Hann var lánaður til Fram í vor og stóð sig mjög vel þar. En vegna meiðsla Gunnleifs aðalmarkvarðar var hann kallaður úr láni um mitt tímabil. Ólafur er 24 ára gamall og 192 cm á hæð. Hann spilaði tvo U-17 ára landsleiki á sínum tíma.

Blikar þakka Ólafi góð kynni og óska honum alls velfarnaðar í komandi verkefnum.


 

Til baka