BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kwame Quee til Blika!

21.12.2018

Kantmaðurinn Kwame Quee hefur gengið til liðs við Breiðablik. Kwame, sem er 22 ára gamall landsliðsmaður frá Sierra Leone, vakti töluverða athygli síðasta sumar með frammistöðu sinni með Ólafsvíkingum í Inkasso deildinni. Hann skoraði 11 mörk í 21 leik og var valinn í úrvalslið deildarinnar. Þar að auki var hann mjög drjúgur fyrir Víkingana í bikarkeppni KSÍ en þar skoraði hann þrjú mörk í fjórum leikjum.

Kwame Quee leikur með FC Johansen í heimalandi sínu Sierra Leone en hefur nú ákveðið og söðla um og gerir nú 2 ára samning við Breiðablik. Skemmtilegt er að segja frá því að liðið er nefnt eftir hjónunum Isha Johansen og norskum eiginmanni hennar Arne Birger Johansen. Þau settu liðið á laggirnar árið 2004 til að veita ungu fólki  tækifæri til að fá útrás í íþróttum. Liðið tók fyrst þátt í deildakeppni í Sierra Leone árið 2011 og rauk strax upp í efstu deild. Það verður gaman að fylgjast með þessum fljóta og leikna vængmanni í græna búningnum í sumar.

Andri Rafn Yeoman og Kwame Quee verða samherjar í liði Breiðabliks 2019.

Til baka