BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kwame Quee á lán til Víkings R.

30.06.2019

Breiðablik hefur lánað Kwame Quee til Víkings út keppnistímabilið. Kwame lék mikið á undirbúningstímabilinu og sýndi oft á tíðum frábær tilþrif. Í sumar hefur hann svo einungis komið við sögu í tveimur leikjum en mikil samkeppni er um stöður í Blikaliðinu og hópurinn afar sterkur. Þrátt fyrir lítinn spiltíma tókst Kwame þó að gera eitt mark en það kom eins og margir muna gegn HK í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Kwame, sem er 22 ára gamall, mun nú fá dýrmæta reynslu í efstu deild með Víkingum í sumar og verður gaman að fylgjast með þessum hæfileikaríka leikmanni á vellinum.

Við óskum Kwame alls hins besta í Víkinni í sumar og hlökkum til að sjá hann aftur í græna búningnum á næsta tímabili

Til baka